fbpx
Sunnudagur 14.desember 2025
433Sport

Vonbrigði í Hafnarfirði – Munu enda með færri stig en í fyrra

Hörður Snævar Jónsson
Mánudaginn 7. október 2024 13:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tímabilið í Kaplakrika hefur fjarað nokkuð hratt út en ljóst er að FH getur ekki jafnað stigafjölda sinn frá því í fyrra í Bestu deild karla.

Heimir Guðjónsson er á sínu öðru ári í endurkomu sinni í Kaplakrika. Eftir vel heppnað fyrsta ár hefur ekki tekist að taka næsta skref.

Heimir tók við FH haustið 2022 en þá hafði FH verið í tómu klandri og rétt bjargað sér frá falli.

Heimir kom FH í efri hlutann í deildinni og sótti 40 stig í 27 leikjum, það var bæting um 15 stig frá árinu á undan.

FH hefur tapað öllum þremur leikjum sínum í efri hluta Bestu deildarinnar núna og er liðið með 33 stig þegar tveir leikir eru eftir.

Það er því ljóst að FH mun ekki ná að jafna stigafjölda sinn frá síðustu leiktíð en liðið á eftir að mæta Val og Stjörnunni í tveimur síðustu leikjum tímabilsins.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Í gær

Carragher heldur áfram að skjóta fast á Salah – Segir hann ekki hafa lesið salinn

Carragher heldur áfram að skjóta fast á Salah – Segir hann ekki hafa lesið salinn
433Sport
Í gær

Stefán grínaðist með slaginn við Heimi Má – „Vona að ég þurfi nú ekki að fara að snupra þig og verða að einhverju meme-i“

Stefán grínaðist með slaginn við Heimi Má – „Vona að ég þurfi nú ekki að fara að snupra þig og verða að einhverju meme-i“
433Sport
Í gær

Benzema boðar óvænta endurkomu

Benzema boðar óvænta endurkomu
433Sport
Í gær

Stefán skefur ekki af því – „Held að það sé ekki hægt að finna mikið auðvirðilegri persónu“

Stefán skefur ekki af því – „Held að það sé ekki hægt að finna mikið auðvirðilegri persónu“