Vincent Kompany er að yfirgefa Burnley og taka við Bayern Munchen. Hann fær sennilega að styrkja þýska liðið í sumar, en það missti af titlinum heima fyrir í ár. The Sun tók saman hugsanlegt byrjunarlið Bayern undir stjórn Kompany.
Orðrómar fóru af stað í vikunni um að Kompany væri á óskalista Bayern og hafa mál gengið hratt fyrir sig. Fátt virðist koma í veg fyrir að Belginn verði næsti stjóri þýska stórliðsins.
Undir stjórn Kompany fór Burnley upp í ensku úrvalsdeildina í fyrra en féll svo strax aftur í ár. Bæjarar eru þó hrifnir af hugmyndafræði Kompany, sem þykir afar efnilegur stjóri.
Jack Grealish, leikmaður Manchester City, er nú óvænt orðaður við Bayern Munchen. Er hann í hugsanlegu byrjunarliði sem The Sun hendir upp.
Þar eru einnig Martin Zubimendi hjá Real Sociedad, Ronald Araujo hjá Barcelona og vinstri bakvörðurinn Theo Hernandez hjá AC Milan, þar sem Alphonso Davies gæti verið á leið frá Bayern til Real Madrid.
Hér að neðan er hugsanlegt byrjunarlið Bayern á næstu leiktíð undir stjórn Vincent Kompany.