Arsenal er að skoða það að fá miðvörð Bayern Munchen óvænt til félagsins í janúar.
Um er að ræða hinn 24 ára gamla Matthijs de Ligt en The Athletic greinir frá þessu.
Arsenal er í toppbaráttu ensku úrvalsdeildarinnar en vill styrkja lið sitt fyrir átökin á seinni hluta tímabilsins.
De Ligt gekk í raðir Bayern fyrir síðustu leiktíð en var þar áður hjá Juventus. Kappinn er uppalinn hjá Ajax.
Arsenal getur þó ekki eytt miklum pening vegna FFP reglna svo það verður að koma í ljós hvort félagið hafi efni á De Ligt.