Miðjumaðurinn Kalvin Phillips er skotmark númer eitt hjá liði Newcastle er janúarglugginn opnar á næsta ári.
Þetta fullyrðir the Telegraph en Newcastle hefur mikinn áhuga á að semja við þennan öfluga leikmann á láni.
Phillips er enskur landsliðsmaður en hann er á mála hjá Manchester City og fær ekkert að spila þar í dag.
Phillips var áður á mála hjá Leeds og stóð sig frábærlega en dvöl hans í Manchester hefur ekki gengið upp.
Newcastle er í Evrópubaráttu og vill styrkja sig fyrir komandi átök og er líklegt að Phillips verði hleypt til félagsins í janúar.