fbpx
Sunnudagur 07.september 2025
433Sport

Missir hann sæti sitt sem framherji Chelsea? – Útilokað að Nkunku spili á vængnum

Victor Pálsson
Miðvikudaginn 27. desember 2023 19:00

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Mauricio Pochettino, stjóri Chelsea, hefur staðfest það að félagið ætli ekki að nota sóknarmanninn Christopher Nkunku á vængnum í vetur.

Nkunku er nýbúinn að jafna sig eftir meiðsli og er hægt og rólega að komast í byrjunarlið Chelsea en hann stóð sig afskaplega vel á undirbúningstímabilinu fyrir meiðslin.

Nicolas Jackson á í hættu á að missa sæti sitt sem nía Chelsea miðað við orð Pochettino en Nkunku er vel nothæfur þar að sögn Poch.

Jackson var alls ekki góður í 2-1 tapi gegn Wolves á dögunum og gæti þurft að sætta sig við bekkjarsetu í næstu leikjum.

,,Eins og er þá er Nkunku að jafna sig af meiðslum, besta staðan hans er í tíunni eða þá í níunni frekar en að spila á vængnum,“ sagði Poch.

,,Hann er að byrja að skilja ensku úrvalsdeildina og skilur það að liðin hér sýna meiri ákefð og þetta er öðruvísi en í öðrum löndum.“

,,Það er gott að hann sé að læra og að hann sé að fá fleiri mínútur. Hann mun aðlagast með tímanum en ef hann byrjar að skora mörk þá lærir hann hraðar.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Allir æfðu í París
433Sport
Í gær

„Við getum ekki beðið um mikið meira en þetta“

„Við getum ekki beðið um mikið meira en þetta“
433Sport
Í gær

Hver er staðan á Alberti?

Hver er staðan á Alberti?
433Sport
Fyrir 2 dögum

Ísak Bergmann – „Búnir að tala mikið en núna sýndum við hvað við erum góðir“

Ísak Bergmann – „Búnir að tala mikið en núna sýndum við hvað við erum góðir“
433Sport
Fyrir 2 dögum

Þetta hafði íslenska þjóðin að segja um kvöldið – „Er ég að horfa á Barcelona eða?“

Þetta hafði íslenska þjóðin að segja um kvöldið – „Er ég að horfa á Barcelona eða?“
433Sport
Fyrir 2 dögum

Fyrsta byrjunarlið Arnars í undankeppni HM klárt – Elías í markinu og Mikael Egill byrjar

Fyrsta byrjunarlið Arnars í undankeppni HM klárt – Elías í markinu og Mikael Egill byrjar
433Sport
Fyrir 2 dögum

Landsliðið mætir Sameinuðu arabísku furstadæmunum á morgun

Landsliðið mætir Sameinuðu arabísku furstadæmunum á morgun