Það eru töluverðar líkur á að David de Gea sé að leggja hanskana á hilluna aðeins 33 ára gamall.
Frá þessu greina þónokkrir spænskir miðlar en De Gea hefur ekki fundið sér nýtt félag eftir að hafa yfirgefið Manchester United.
De Gea varð 33 ára gamall þann 7. nóvember en hann lék með Man Utd frá 2011 til 2023.
Hann er fáanlegur á frjálsri sölu en útlit er fyrir að metnaðurinn sé lítill og að ferillinn sé mögulega á endastöð.
De Gea átti ansi góðan feril sem markmaður og lék 45 landsleiki fyrir Spán og þá yfir 415 deildarleiki fyrir Man Utd.