fbpx
Fimmtudagur 10.júlí 2025
433Sport

Þessi tíu koma til greina sem íþróttamaður ársins – Einn knattspyrnumaður og tvær knattspyrnukonur á lista

Hörður Snævar Jónsson
Föstudaginn 22. desember 2023 06:00

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Einn knattspyrnumaður og tvær knattspyrnukonur koma til greina sem Íþróttamaður ársins fyrir árið 2023. Listinn er opinberaður fyrir jól líkt og undanfarin ár.

Kjörið á íþróttamanni ársins verður opinberað 4 janúar.

Það er Jóhann Berg Guðmundsson, kantmaður Burnley í ensku úrvalsdeildinni sem er eini knattspyrnumaðurinn sem kemst á listann þetta árið.

Sveindís Jane Jónsdóttir leikmaður Wolfsburg og Glódís Perla Viggósdóttir leikmaður FC Bayern koma einnig til greina.

Sex konur eru á listanum yfir tíu efstu í kjörinu sem Samtök íþróttafréttamanna standa fyrir.

Nokkrir knattspyrnumenn hefðu getað gert tilkall til þess að vera á listanum en má þar nefna Albert Guðmundsson, Hákon Arnar Haraldsson og Hákon Rafn Valdimarsson.

Karólína Lea Vilhjálmsdóttir hefur einnig átt góða spretti á árinu en hún er í dag á láni hjá Bayer Leverkusen í Þýskalandi og hefur spilað vel með landsliðinu.

Tíu efstu í kjörinu á íþróttamanni ársins 2023 í stafrófsröð

Andrea Kolbeinsdóttir, frjálsíþróttir
Anton Sveinn McKee, sund
Elvar Már Friðriksson, körfubolti
Gísli Þorgeir Kristjánsson, handbolti
Glódís Perla Viggósdóttir, fótbolti

Getty Images

Jóhann Berg Guðmundsson, fótbolti
Snæfríður Sól Jórunnardóttir, sund
Sóley Margrét Jónsdóttir, kraftlyftingar
Sveindís Jane Jónsdóttir, fótbolti
Thelma Aðalsteinsdóttir, fimleikar

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Allir reknir aðeins þremur dögum eftir að hafa fengið starfið aftur

Allir reknir aðeins þremur dögum eftir að hafa fengið starfið aftur
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Arsenal ekki til í að borga uppsett verð en vilja láta leikmenn fara sem skiptimynt

Arsenal ekki til í að borga uppsett verð en vilja láta leikmenn fara sem skiptimynt
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Leikmenn fengu aftur frí – „Þetta var ótrúlega erfitt andlega“

Leikmenn fengu aftur frí – „Þetta var ótrúlega erfitt andlega“
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Bað Þorstein um útskýringar á reiðikasti sínu – „Af hverju finnst þér það heimska?“

Bað Þorstein um útskýringar á reiðikasti sínu – „Af hverju finnst þér það heimska?“
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

KSÍ tók ákvörðun í desember – „Ekki alltaf skemmtilegt“

KSÍ tók ákvörðun í desember – „Ekki alltaf skemmtilegt“
433Sport
Í gær

Rashford mætti á æfingasvæði United en fær ekki að vera nálægt liðinu

Rashford mætti á æfingasvæði United en fær ekki að vera nálægt liðinu
433Sport
Í gær

Missti stjórn á skapi sínu í gærkvöldi og varð alveg kolbrjálaður – Sjáðu myndbandið

Missti stjórn á skapi sínu í gærkvöldi og varð alveg kolbrjálaður – Sjáðu myndbandið