Fjárfestingarfyrirtækið 777 færist nær því að kaupa Everton eftir að tilboð félagsins fékk grænt ljós frá fjármálaeftirlitinu. The Athletic segir frá þessu.
Everton var refsað fyrir að brjóta reglur um fjármál félaga fyrr á leiktíðinni og voru tíu stig dregin af liðinu.
777 var þó áfram staðráðið í að eignast félagið og gæti það nú gerst fljótlega eftir samþykkið frá fjármálaeftirlitinu.
Farhad Moshiri á 94,1 prósent í Everton en 777 myndi eignast hans hluta að fullu ef kaupin ganga í gegn.
Ekki er búist við því að kaupin gangi í gegn fyrir áramót, en enska úrvalsdeildin og enska knattspyrnusambandið þurfa einnig að gefa grænt ljós á þau.