fbpx
Þriðjudagur 14.október 2025
433Sport

Bara eitt í huga Hareide fyrir komandi verkefni íslenska landsliðsins

Helgi Fannar Sigurðsson
Miðvikudaginn 4. október 2023 14:30

Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Age Hareide, landsliðsþjálfari Íslands, segir að liðið geri sér grein fyrir því að það þurfi að ná í sex stig í komandi landsleikjum gegn Lúxemborg og Liechtenstein í undankeppni EM 2024.

Íslenska liðið mætir Lúxemborg 13. október og Lúxemborg þremur dögum síðar. Strákarnir okkar eru með bakið upp við vegg eftir slæma byrjun í undanriðlinum. Liðið er með 6 stig, 7 stigum frá öðru sæti þegar fjórar umferðir eru eftir.

„Við verðum að ná í sex stig ef við eigum að eiga séns á að fara upp úr riðlinum,“ sagði Hareide á blaðamannafundi í dag.

Ísland tapaði illa fyrir Lúxemborg í síðasta glugga en vann svo Bosníu hér heima.

„Það er bara eitt í mínum huga fyrir leikinn gegn Lúxemborg og það er hefnd, hefnd fyrir slæmu frammistöðuna þar úti. Við verðum að sýna að við séum betra lið en Lúxemborg. Við ætlum að sýna að þetta var alls ekki okkar dagur úti í Lúxemborg.“

Hvað leikinn gegn Liechtenstein varðar segir Hareide að hann sé algjör skyldusigur.

„Við verðum bara að vinna Liechtenstein. Með allri virðingu fyrir þeim á Ísland að vera miklu betra lið.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 4 klukkutímum

Sjáðu markið – Frakkar jöfnuðu eftir að hafa lamið fast á hurðina í seinni hálfleik

Sjáðu markið – Frakkar jöfnuðu eftir að hafa lamið fast á hurðina í seinni hálfleik
433Sport
Fyrir 5 klukkutímum

Sjáðu markið – Guðlaugur Victor kom Íslandi yfir gegn Frakklandi

Sjáðu markið – Guðlaugur Victor kom Íslandi yfir gegn Frakklandi
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Byrjunarlið Íslands: Arnar gerir tvær breytingar

Byrjunarlið Íslands: Arnar gerir tvær breytingar
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Hjólar í föður Bellingham bræðranna – „Það er algjör brandari“

Hjólar í föður Bellingham bræðranna – „Það er algjör brandari“
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Skellti sér í sögubækurnar fyrir helgi

Skellti sér í sögubækurnar fyrir helgi
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Haaland yfirgefur hópinn

Haaland yfirgefur hópinn
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Áfall fyrir Chelsea – Einn besti leikmaður liðsins fer meiddur heim úr landsliðsverkefni

Áfall fyrir Chelsea – Einn besti leikmaður liðsins fer meiddur heim úr landsliðsverkefni
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Skoða það að breyta undankeppni EM til að gera hana áhugaverðari

Skoða það að breyta undankeppni EM til að gera hana áhugaverðari