Eetu Mömmö og Dani Hatakka verða ekki með FH á næstu leiktíð. Þetta staðfestir Davíð Þór Viðarsson, yfirmaður fótboltamála hjá FH, í samtali við Fótbolta.net í dag.
Hatakka kom til FH frá Keflavík fyrir tímabilið en fann ekki taktinn í Kaplakrika. Varnarmaðurinn frá Finnlandi hafði átt góða tíma í Keflavík.
Mömmö er kantmaður sem einnig kemur frá Finnlandi en hann var í litlu hlutverki hjá FH á tímabilinu.
FH endaði fimmta sæti deildarinnar og var bara stigi á eftir Breiðablik sem náði síðasta Evrópusætinu.
FH hafði árið áður rétt bjargað sér falli en ráðning á Heimi Guðjónssyni snéri taflinu við og var FH lengi vel í góðum séns á Evrópusæti.