Samkvæmt ítölskum miðlum hefur Juventus áhuga á því að kaupa Jadon Sancho kantmann Manchester United en setur eitt skilyrði.
Sancho er í kuldanum hjá United og fær ekki að spila fyrr en hann biður Erik Ten Hag, stjóra félagsins afsökunar.
Sancho hefur æft með unglingaliði félagsins undanfarnar vikur eftir að hafa farið í stríð við stjórann.
Juventus vill samkvæmt fréttum fá Sancho á láni í janúar en kaupa hann svo næsta sumar fyrir tæpar 60 milljónir punda.
Ítalska félagið setur þó skilyrði að United borgi helming launa Sancho næstu árin, telja þeir að United sé tilbúið í það til þess að losna við Sancho.