„Jæja, tímabilinu er ný lokið og við tökum fagnandi á móti Örvari Eggertssyni! Stjarnan & Örvar hafa skrifað undir samning til næstu 3 ára og erum við virkilega spennt fyrir komu hans til félagsins,“ segir í yfirlýsingu Stjörnunnar.
Örvar Eggertsson er 24 ára gamall leikmaður sem kemur til Stjörnunnar frá HK. Hann hefur leikið með HK síðastliðin 3 ár en þar áður var hann hjá Fjölni & Víking R.
Hann hefur leikið 167 leiki í meistaraflokki og skorað í þeim 23 mörk. Í sumar skoraði hann 7 mörk í Bestu deildinni með HK.
„Við erum virkilega ánægðir að fá Örvar inn í hópinn hjá okkur. Örvar er mjög duglegur, hefur sýnt gott hugarfar og er tilbúinn að leggja mikið á sig. Hann er mjög spennandi leikmaður sem mun styrkja liðið og við erum spenntir að fá hann til liðs við okkur eftir frí.” Sagði Jökull, þjálfari meistaraflokks karla um félagsskiptin.
„Ég er hrikalega ánægður með félagsskiptin og spenntur fyrir komandi tímum hjá Stjörnunni, ég hlakka til þess að hitta nýja liðsfélaga eftir frí og hefja undirbúninginn fyrir næsta sumar”, sagði Örvar Eggertsson