Kai Rooney sonur Wayne Rooney hefur farið langt með það að uppljóstra því að faðir hans sé að taka við liði Birmingham City.
Rooney er hættur hjá DC United í Bandaríkjunum eftir tæp tvö ár í starfi þar.
Hann er sterklega orðaður við Birmingham. Sonur hans fór svo á Instagram í gær og byrjaði að fylgja öllu Birmingham liðinu þar
Vekur það athygli hjá enskum blöðum en sagt er að Ashley Cole og John O´Shea verði aðstoðarmenn hans hjá Birmingham.
Tom Brady er einn af eigendum Birmingham og vilja eigendur félagsins fá stórt nafn til að stýra skútunni.
„Þetta er rétti tíminn fyrir mig að fara aftur til Englands og vera nær fjölskyldu minni,“ segir Rooney.