Óskar Hrafn Þorvaldsson, fyrrum þjálfari Breiðabliks er mættur til Haugesund í Noregi. Er hann á leið í viðræður við félagið.
Óskar Hrafn lét af störfum sem þjálfari Breiðabliks eftir tap gegn Stjörnunni í gær. Óskar hafði látið stjórnina vita að hann vildi hætta með liðið í desember en stjórnin ákvað að endalokin yrðu strax.
Meira:
Formaðurinn neitar bæði að ræða uppsögn Óskars og uppákomu sem átti sér stað í kvöldverði
Haugseund leikur í norsku úrvalsdeildinni en er þar að berjast fyrir lífi sínu og vill félagið ræða við Óskar. Fleiri eru sagðir á blaði félagsins.
Óskar flaug til Noregs í morgun og er mættur til Haugesund eins og sjá má hér að neðan.
Óskar gerði Breiðablik einu sinni að Íslandsmeisturum en komst aldrei í bikarúrslit á fjórum árum með liðið. Hann varð hins vegar fyrsti þjálfari í sögu Íslands til að koma karlaliði í riðlakeppni í Evrópu.
Oskar Hrafn Thorvaldsson på plass i Haugesund. Intervju kommer på https://t.co/xIyDME1Vng. pic.twitter.com/UUGWpOiweW
— Terje Flateby (@TFlateby) October 9, 2023