William Saliba, leikmaður Arsenal, hefur dregið sig úr franska landsliðshópnum fyrir komandi leiki vegna meiðsla á tá.
Frakkland mætir Hollandi og Skotlandi í komandi landsleikjaglugga en verður miðvörðurinn ekki með þar.
Saliba var magnaður fyrir Arsenal í sigri á Manchester City í ensku úrvalsdeildinni í gær en þrátt fyrir það hefur hann verið að glíma við áðurnefnd meiðsli á tá.
Í stað þess að fara í komandi verkefni með franska landsliðinu verður hann hjá Arsenal þar sem hann mun reyna að ná sér fyrir næsta leik gegn Chelsea eftir um tvær vikur.