John Eustace hefur verið rekinn úr starfi knattspyrnustjóra Birmingham sem er nokkuð óvænt miðað við gengi liðsins.
Eustace hefur stýrt Birmingham í fimmtán mánuði og bjargaði liðinu frá falli á síðustu leiktíð.
Birmingham hefur svo fundið taktinn á þessu tímabili og byrjað vel en Birmingham vill stærra nafn í stólinn.
Wayne Rooney er að taka við liðinu en þetta hefur legið í loftinu síðustu vikur. „Við þurfum að koma með hugarfar sigurvegarans og þannig kúltúr í félagið,“ segir í yfirlýsingu.
Rooney hætti með DC United í gær eftir að MLS deildinni lauk en hann var áður stjóri Derby áður en hann hélt til Bandaríkjanna.