Það fer fram sannkallaður stórleikur á Englandi í dag er Arsenal tekur á móti Manchester City á Emirates.
Um er að ræða tvö bestu lið deildarinnar á síðustu leiktíð en Man City varð að lokum meistari og hafnaði Arsenal í öðru sæti.
Meistararnir geta komist á toppinn með sigri en það sama má segja um Arsenal sem er þremur stigum á eftir toppliði Newcastle.
Man City tapaði síðasta leik sínum óvænt gegn Wolves en Arsenal er enn taplaust eftir fyrstu sjö umferðirnar.
Hér má sjá byrjunarlið dagsins.
Arsenal: Raya, White, Saliba, Gabriel, Zinchenko, Odegaard, Jorginho, Rice, Jesus, Nketiah, Trossard.
Manchester City: Ederson, Walker, Dias, Ake, Gvardiol, Kovacic, Lewis, Bernardo, Foden, Alvarez, Haaland.