fbpx
Sunnudagur 19.maí 2024
433Sport

Svona verður umspilið í Lengjudeildinni – Úrslitaleikurinn spilaður 30. september

Victor Pálsson
Laugardaginn 16. september 2023 16:25

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

ÍA hefur tryggt sæti sitt í Bestu deild karla en lokaumferð venjulegs móts í Lengjudeildinni fór fram í dag.

ÍA vann sitt verkefni sannfærandi 4-1 gegn Gróttu en liðið átti möguleika á að fara upp fyrir lokaumferðina ásamt Aftureldingu.

Afturelding tapaði sínum leik 2-1 gegn Þrótt eftir að hafa verið með forystuna er 90 mínútur voru komnar á klukkuna.

Selfoss er þá fallið niður í 2. deildina eftir tap heima gegn Vestra og fer niður ásamt Ægi.

Það er ljóst hvernig umspilið í Lengjudeildinni mun líta út en Leiknir spilar við Aftureldingu tvívegis og Vestri mætir Fjölni einnig tvisvar.

Sigurvegararnir úr þeim leikjum spila svo úrslitaleik um hvaða lið kemst í Bestu deildinni að ári.

Umspilið:

20 september / 24 september
Leiknir R. – Afturelding / Afturelding – Leiknir R.
Vestri – Fjölnir / Fjölnir – Vestri

Úrslitaleikurinn er svo spilaður þann 30. september.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Sjáðu stórkostlegt mark Caicedo í dag – Skoraði frá miðju

Sjáðu stórkostlegt mark Caicedo í dag – Skoraði frá miðju
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Reynsluboltarnir munu framlengja við Real Madrid

Reynsluboltarnir munu framlengja við Real Madrid