Afskaplega umdeilt atvik átti sér stað í ensku úrvalsdeildinni í dag í leik Newcastle og Liverpool.
Virgil van Dijk fékk að líta sitt fyrsta rauða spjald fyrir Liverpool síðan hann gekk í raðir félagsins frá Southampton.
Margir eru ósammála þessum dómi og vilja meina að Van Dijk hafi í mesta lagi átt skilið gult spjald.
Dómari leiksins ákvað að Van Dijk væri síðasti varnarmaðurinn og dæmdi hann brotlegan en Hollendingurinn náði þó til boltans.
Dæmi nú hver fyrir sig en staðan í leiknum er 1-0 fyrir heimamönnum í Newcastle.
🚨🚨| Van Dijk won the ball but god knows what the referee was thinking as he sent Van Dijk off.
— CentreGoals. (@centregoals) August 27, 2023