Það fer fram stórleikur í Bestu deild karla í kvöld er Breiðablik heimsækir Víking Reykjavík í lokaleik helgarinnar.
Breiðablik reyndi að fresta þessum leik en fékk höfnun frá KSÍ en liðið er í Evrópukeppni og á leik í næstu viku gegn FC Struga.
Fótbolti.net greinir frá því að Blikar séu ekki mættir til leiks á Víkingsvelli og er byrjunarlið þeirra ekki birt.
Óvíst er hvort þessi leikur fari fram á réttum tíma en hann á að hefjast klukkan 19:15.
,,Blikar ekki mættir. Svolítið sérstakt að Víkingar seru búnir að birta byrjunarlið sitt en ekki Blikar,“ stendur í textalýsingu Fótbolta.net.
,,Skilst að Blikar séu ekki einu sinni mættir í Víkina og tæpur klukkutími í leik.“