KR styrkti stöðu sína í efri hluta Bestu deildar karla í kvöld er liðið vann Fylki með tveimur mörkum gegn engu.
KR situr í sjötta sætinu með 31 stig og er sex stigum á undan KA sem er sæti neðar en á leik til góða.
Kristinn Jónsson og Sigurður Bjartur Hallsson tryggðu KR sigurinn á Meistaravöllum í dag en liðið var manni færri allan síðari hálfleikinn.
Aron Snær Friðriksson, markmaður KR, fékk beint rautt spjald á 46. mínútu en heimamenn náðu að kreista fram sigur.
Þá áttust við Keflavík og Fram en þeim leik lauk með markalausu jafntefli.
KR 2 – 0 Fram
1-0 Kristinn Jónsson(’45)
2-0 Sigurður Bjartur Hallsson(’84)
Keflavík 0 – 0 Fram