Andre Onana, markmaður Manchester United, leit alls ekki of vel út í dag gegn Nottingham Forest.
Onana kom til Man Utd frá Inter Milan í sumar og hefur farið nokkuð brösuglega af stað á Old Trafford.
Hann leit mjög undarlega út í fyrsta marki Forest í dag í leik sem Man Utd vann að lokum 3-2.
Onana datt áður en Taiwo Awoniyi skoraði fyrsta mark leiksins og skömmu seinna var gestaliðið komið í 2-0 eftir aukaspyrnu.
Hér má sjá atvikið umtalaða.
WHAT WAS ONANA DOING ??? 😭
— Janty (@CFC_Janty) August 26, 2023