Kieran Tierney, leikmaður Arsenal, er að ganga til liðs við Real Sociedad á Spáni.
Skoski bakvörðurinn fer á láni til Sociedad en lánið inniheldur ekki kaupmöguleika. Hann hefur ekki verið í stóru hlutverki undir stjórn Mikel Arteta hjá Arsenal undanfarið.
Tierney mun ferðast til Spánar á morgun til að gangast undir læknisskoðun áður en hann verður formlega kynntur til leiks sem leikmaður Sociedad.
Tierney hefur verið á mála hjá Arsenal síðan 2019. Fyrst um sinn var hann lykilmaður en síðan hefur hlutverk hans minnkað.
Sociedad hefur gert jafntefli í báðum leikjum sínum í LaLiga til þessa.
Understand Kieran Tierney will travel to Spain on Saturday in order to join Real Sociedad on loan from Arsenal ⚪️🔵🛩️
🩺 Medical tests have been booked.
Here we go, confirmed. pic.twitter.com/U8Z1r9M6eK
— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) August 25, 2023