Samvæmt franska miðlinum RMC Sport er Paris Saint-Germian að undirbúa stórt tilboð í Harry Kane, stjörnu Tottenham.
Kane, sem er að verða þrítugur, á aðeins ár eftir af samningi sínum við Tottenham og virðist ekki ætla að framlengja.
Félagið þarf því að selja hann í sumar ef það villa ekki missa hann frítt eftir ár.
Kane hefur hvað mest verið orðaður við Bayern Munchen og lagði félagið annað tilboð í leikmanninn á dögunum upp á 70 milljónir punda auk aukagreiðslna síðar meir. Tottenham vill hins vegar 100 milljónir punda fyrir Kane.
Ef marka má nýjustu fréttir verður tilboð PSG í Kane það hæsta í leikmanninn hingað til eða 85 milljónir punda.
PSG er í leit að framherja og hefur Dusan Vlahovic hjá Juventus einnig verið orðaður við félagið.