Manor Salomon er genginn í raðir Tottenham á frjálsri sölu.
Ísraelski kantmaðurinn kemur frá Shakhtar Donetsk en hann var á láni hjá Fulham á síðustu leiktíð.
Salomon er fjórði leikmaðurinn sem nýr stjóri Tottenham, Angelos Postecoglou, fær til liðs við sig í sumar. Dejan Kulusevski, Guglielmo Vicario og James Maddison höfðu áður skrifað undir.
Salomon skoraði fimm mörk í 24 leikjum fyrir Fulham.
Welcome to Tottenham Hotspur, @ManorSolomon! 🌟 pic.twitter.com/PuJZKY0lQC
— Tottenham Hotspur (@SpursOfficial) July 11, 2023