fbpx
Laugardagur 14.desember 2024
433Sport

Þetta er Harry Kane sagður ætla að segja á fundi með Tottenham á morgun

Hörður Snævar Jónsson
Þriðjudaginn 11. júlí 2023 21:00

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Harry Kane fyrirliði Tottenham mætir aftur til æfinga á morgun eftir sumarfrí en þar er búið að boða til fundar milli hans og Ange Postecoglou stjóra félagsins.

Postecoglou var ráðinn til Tottenham í sumar en hans stærsti hausverkur er að reyna að halda Kane.

FC Bayern er búið að leggja fram tvö tilboð í Kane sem hafa ekki fallið vel í kramið hjá Tottenham.

Ensk blöð segja í kvöld að Kane muni tjá Postecoglou að hann skoði alla möguleika í sumar, hann sé til í að skoða tilboð frá öðrum liðum.

Kane á bara ár eftir af samningi sínum við Spursen félagið er tilbúið að hækka launin hans hressilega. Kane er með 200 þúsund pund á viku í dag.

Kane hefur ekki verið líklegur til þess að gera nýjan samning en Tottenham mun reyna að freista hans með alvöru tilboði.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Hlær að sögusögnunum um Manchester United

Hlær að sögusögnunum um Manchester United
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Segja að Salah sé hrokafullur og ómerkilegur eftir þessi ummæli – ,,Enginn annar en ég“

Segja að Salah sé hrokafullur og ómerkilegur eftir þessi ummæli – ,,Enginn annar en ég“