Arna Eiríksdóttir fékk kallið í íslenska landsliðshópinn á dögunum og vonast til að spila sinn fyrsta landsleik gegn Finnlandi á föstudag.
Liðin mætast í vináttuleik hér heima.
„Stemningin í hópnum er mjög góð og við erum spenntar,“ segir Arna við 433.is.
Hún var ansi sátt að fá kallið í hópinn. „Það var bara geggjað. Ég er mjög spennt fyrir þessu.“
Arna er á mála hjá nýliðum FH í Bestu deildinni á láni frá Val. Gengi liðsins í sumar hefur verið vonum framar. Fimleikafélagið er í fjórða sæti deildarinnar, 6 stigum á eftir toppliði Breiðabliks.
„Ég held að enginn annar en FH-ingar hafi búist við þessu gengi. Þetta hefur verið bara geggjað.
Það er ótrúlega góð liðsheild í hópnum, það eru allar að vinna fyrir hvora aðra og öllum líður mjög vel,“ segir Arna.
Viðtalið í heild er í spilaranum.