Manchester United er svo gott sem búið að ganga frá samkomulagi við Inter um kaup á Andre Onana. Það er Sky Sports News sem segir frá.
Viðræður um kaupverðið hafa verið jákvæðar og eru sagðar þokast í rétta átt.
Segir í frétt Sky Sports að búist sé við að samkomulag náist áður en Onana á að mæta til æfinga hjá Inter á fimmtudag.
United bauð í 38,5 milljónir punda í Onana á dögunum en Inter hefur viljað 51 milljón punda. Búist er við að félögin hittist á miðri leið.
Onana er 27 ára gamall frá Kamerún en hann og Erik ten Hag stjóri United unnu saman hjá Ajax.