Alexandra Jóhannsdóttir lauk í vor sínu fyrsta tímabili á Ítalíu. Þar er hún á mála hjá Fiorentina. Hún er heilt yfir sátt með fyrsta tímabilið í Flórens.
Miðjumaðurinn gekk í raðir Fiorentina frá Frankfurt í fyrra.
„Ég var aðallega að hugsa um að fá spiltíma og komast í minn rythma. Það gekk bara ágætlega og ég bíð spennt fyrir næsta tímabili og set markið enn hærra,“ segir Alexandra um tímabilið á Ítalíu.
Hún ræddi við 433.is í tilefni að vináttulandsleik Íslands og Finnlands á föstudag.
„Þetta var krefjandi hjá Frankfurt en ég sé ekkert eftir því. Ég þroskaðist sem leikmaður.
Ég tek því ekkert sem sjálfsögðum hlut að spila og er mjög sátt við þetta skref,“ segir Alexandra.
Viðtalið í heild er í spilaranum en þar ræðir Alexandra einnig komandi landsleik.