fbpx
Föstudagur 13.desember 2024
433Sport

Segja þetta helstu ástæðuna fyrir því að Ten Hag vilji Onana í stað De Gea

Helgi Sigurðsson
Mánudaginn 10. júlí 2023 08:30

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Manchester United nálgast kaup á Andre Onana, markverði Inter og má ætla að þessi vika verði mikilvæg í samningsviðræðum.

Enska stórliðið hefur verið á eftir Onana undanfarnar vikur. Leikmaðurinn vill ólmur fara til United og hefur samið um eigin kjör.

Inter hefur hins vegar hafnað tveimur tilboðum United. Það seinna hljóðaði upp á 50 milljónir evra en það dugði ekki til.

Talið er að tilboð upp á 55 milljónir evra verði nóg til að sannfæra Inter. Mikil bjartsýni er á að samningar séu að nást.

Það varð ljóst um helgina að David De Gea er farinn frá Manchester United. Félagið mun því að öllum líkindum sækja sér nýjan aðalmarkvörð í sumar og er ekki ólíklegt að það verði Onana.

Erik ten Hag, stjóri United, vann með Onana í fimm ár hjá Ajax og þekkir hann því vel.

Hann veit vel að hann getur spilað út frá marki, eitthvað sem De Gea gerði ekki nógu vel. Talið er að það sé stór ástæða þess að Ten Hag vilji Onana til félagsins, en Kamerúninn átti frábært tímabil með Inter.

United bindur vonir við að fá Onana með sér í æfingaferð sína til Bandaríkjanna.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Barnaði ritarann á jólagleði starfsfólksins – Hafði svo þetta að segja við eiginkonuna og umheiminn

Barnaði ritarann á jólagleði starfsfólksins – Hafði svo þetta að segja við eiginkonuna og umheiminn
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Var spurður út í Ronaldo – „Hljómar eins og vísindaskáldskapur“

Var spurður út í Ronaldo – „Hljómar eins og vísindaskáldskapur“
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Sjáðu mark Alberts á Ítalíu í kvöld

Sjáðu mark Alberts á Ítalíu í kvöld
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Sjáðu myndina: Sást í fyrsta sinn eftir að hann var rekinn fyrir röð hneyksla – Kókaín, vafasöm myndbönd og meint hagræðing

Sjáðu myndina: Sást í fyrsta sinn eftir að hann var rekinn fyrir röð hneyksla – Kókaín, vafasöm myndbönd og meint hagræðing
433Sport
Í gær

„Þetta var kalt, sérstaklega með vindinn og rigninguna í smettið“

„Þetta var kalt, sérstaklega með vindinn og rigninguna í smettið“
433Sport
Í gær

Arnar Gunnlaugs: „Á endanum verður maður þreyttur á því, hvenær endar lærdómurinn?“

Arnar Gunnlaugs: „Á endanum verður maður þreyttur á því, hvenær endar lærdómurinn?“