fbpx
Sunnudagur 14.desember 2025
433Sport

Reynir læddist meðfram veggjum eftir einvígi við Eið Smára og félaga – „Algjörlega hræðilegt og ég veit ekki af hverju ég er að minnast á þetta“

Helgi Fannar Sigurðsson
Fimmtudaginn 8. júní 2023 17:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Reynir Leósson lék um árabil með ÍA en það var ekki alltaf dans á rósum. Hann var gestur í nýjasta þætti hlaðvarpsins Chat After Dark.

Reynir var ansi öflugur varnarmaður fyrir Skagamenn og var til að mynda hluti af liðinu sem varð Íslandsmeistari 2001.

Í þættinum var hann spurður út í fótboltamenninguna á Akranesi.

„Fótboltinn er rótgróinn í menningunni þarna og var mjög stór hluti af þessu bæjarfélagi. Bæjarsálin sveiflaðist svolítið eftir því hvernig gekk í boltanum,“ segir Reynir.

„Þú varst ekkert að mæta í bakaríið daginn eftir tapleik?“ skaut þáttastjórnandi inn í.

„Nei. Maður bara læddist með veggjum. Þú fékkst að heyra það. Þess vegna var smá frelsun þegar maður gat búið annars staðar,“ svaraði Reynir léttur.

Hann rifjaði upp sögu máli sínu til stuðnings.

„Við mættum einu sinni U23 ára liði KR í bikarnum. Þar mæta menn eins og Eiður Smári, sem var kominn í KR. Þeir stilltu upp öflugu liði en samt ungmennaliði. Og þeir slógu okkur út, aðallið ÍA. Þetta var algjörlega hræðilegt og ég veit ekki af hverju ég er að minnast á þetta því þetta var eiginlega gleymt.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Í gær

Carragher heldur áfram að skjóta fast á Salah – Segir hann ekki hafa lesið salinn

Carragher heldur áfram að skjóta fast á Salah – Segir hann ekki hafa lesið salinn
433Sport
Í gær

Stefán grínaðist með slaginn við Heimi Má – „Vona að ég þurfi nú ekki að fara að snupra þig og verða að einhverju meme-i“

Stefán grínaðist með slaginn við Heimi Má – „Vona að ég þurfi nú ekki að fara að snupra þig og verða að einhverju meme-i“
433Sport
Í gær

Benzema boðar óvænta endurkomu

Benzema boðar óvænta endurkomu
433Sport
Í gær

Stefán skefur ekki af því – „Held að það sé ekki hægt að finna mikið auðvirðilegri persónu“

Stefán skefur ekki af því – „Held að það sé ekki hægt að finna mikið auðvirðilegri persónu“