Arsenal er að undirbúa tilboð sitt í Declan Rice miðjumann West Ham og búist er við að það berist þegar tímabilið er á enda.
Samtalið er farið af stað hjá Arsenal og undirbúningur er byrjaður til að reyna að tryggja að Rice komi í sumar.
Rice vill fara frá West Ham í sumar en möguleiki er á að önnur félög reyni að stela honum af Arsenal.
Sky Sports segir að Rice sé ekki eini miðjumaðurinn sem Arsenal vill fá í sumar, þrjú önnur nöfn eru sögð á blaði þeirra.
Moises Caicedo sem Arsenal reyndi að kaupa í sumar er enn á lista en hann hefur átt góðu gengi að fagna með Brighton.
Sky segir að Mason Mount miðjumaður Chelsea og Ilkay Gundogan miðjumaður Manchester City séu einnig á lista Mikel Arteta.