Roy Hodgson, stjóri Crystal Palace, veit ekki hvort stjarna liðsins, Wilfried Zaha, verði áfram hjá félaginu eða ekki.
Samningur Zaha er að renna út og getur hann farið frítt ef hann verður ekki framlengdur á allra næstunni.
Hinn þrítugi Zaha hefur verið orðaður við stærri lið.
„Félagið hefur átt í viðræðum við Zaha um nýjan samning. Þær viðræður munu halda áfram,“ segir Hodgson.
„Ég hef ekki hugmynd um hver útkoman verður. Það eina sem ég get gert er að vona að hann verði áfram í treyju Crystal Palace á næstu leiktíð.“
Hodgson tók við Palace að nýju í vor. Hann gerði aðeins samning út þessa leiktíð og óvíst hvort hann verði áfram.