fbpx
Þriðjudagur 21.október 2025
433Sport

Kristján segir að sögusagnirnar um Oliver séu kjaftæði en fékk mikla mótspyrnu – ,,Mesta steypa sem ég hef heyrt“

Victor Pálsson
Laugardaginn 29. apríl 2023 14:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það var rætt um félagaskipti Olivers Heiðarssonar í hlaðvarpinu Dr. Football á fimmtudag.

Oliver gekk í raðir ÍBV frá FH. Þetta var staðfest á lokadegi gluggans. Viðræður höfðu átt sér stað á milli ÍBV og FH undanfarið og náðist samkomulag að lokum.

Oliver, sem er fæddur árið 2001, skoraði fimm mörk í 31 leik fyrir FH í deild og bikar á síðustu leiktíð.

Gaflararnir tala um að hann hafi kostað 7 milljónir,“ sagði Hjörvar Hafliðason í þætti dagsins.

Gunnar Birgisson var gestur í dag og tók til máls. „Ég er ánægður með að íslenski markaðurinn sé að opnast. Hérna áður fyrr bauðstu í leikmann í einhverju liði og hitt liðið fór í fýlu.“

Jóhann Már Helgason tók undir með honum.

„Það er gaman að það sé lifandi félagaskiptamarkaður. Miklu skemmtilegra.“

Það var rætt um sama mál í hlaðvarpsþættinum Þungavigtin á fimmtudag þar sem Kristján Óli Sigurðsson og Mikael Nikulásson fóru yfir stöðuna.

Kristján segir að Oliver hafi ekki kostað nálægt sjö milljónum og að verðmiðinn hafi verið í kringum 300 þúsund krónur.

,,Ég trúi ekki fyrir mitt litla líf að FH hafi selt Oliver Heiðarsson fyrir 300 þúsund krónur,“ segir Mikael.

,,Einhverjir sögðu sjö og hálf milljón en það er náttúrulega bara mesta steypa sem ég hef heyrt,“ segir Kristján á móti.

,,Hvor er áreiðanlegri í fjármálum, Höfðinginn eða Bondarinn?“ bætir Kristján við og á þar við Sigurð Gísla Bond Snorrason sem er reglulegur gestur í Dr. Football.

Mikael svaraði svo og segir að það sé ekki möguleiki að þessi efnilegi leikmaður hafi farið á svo lítið.

,,300 þúsund? Það er ekki séns. Þú þarft að kafa betur ofan í þetta, það er ekki séns að FH hafi selt hann fyrir 300 þúsund. Þá er alveg eins gott að fá núll krónur en áfram gakk.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

433Sport
Fyrir 2 klukkutímum
Logi fær íslenska dómara

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 5 klukkutímum

Þrumuræða Carragher um Liverpool – Segir liðið vera eins og Real Madrid og að Slot verði að láta það virka

Þrumuræða Carragher um Liverpool – Segir liðið vera eins og Real Madrid og að Slot verði að láta það virka
433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Búist við tíðindum af Messi og framtíð hans á næstu dögum

Búist við tíðindum af Messi og framtíð hans á næstu dögum
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Kostulegt atvik frá Anfield – Var byrjaður að fagna marki þegar Salah fékk boltann

Kostulegt atvik frá Anfield – Var byrjaður að fagna marki þegar Salah fékk boltann
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Leikir færðir til og skjöldurinn fer á loft á laugardag

Leikir færðir til og skjöldurinn fer á loft á laugardag
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Valur fékk leyfi frá HK til að ræða við Hermann – Þeir sem ráða í Kórnum farnir að skoða aðra kosti

Valur fékk leyfi frá HK til að ræða við Hermann – Þeir sem ráða í Kórnum farnir að skoða aðra kosti
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Segir Bayern að láta það alveg vera að framlengja við Kane

Segir Bayern að láta það alveg vera að framlengja við Kane
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Fleiri breytingar í bígerð í Kópavogi – Endurskoða hvernig starf Alfreðs á að vera

Fleiri breytingar í bígerð í Kópavogi – Endurskoða hvernig starf Alfreðs á að vera