fbpx
Miðvikudagur 14.maí 2025
433Sport

Hjörvar varpar fram bombu inn í umræðuna – Hætta eldri landsliðsmenn ef Rúnar tekur við?

433
Mánudaginn 3. apríl 2023 08:23

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hjörvar Hafliðason, sjálfur Dr. Football segir að eldri leikmenn í íslenska landsliðinu hætti að gefa kost á sér ef Rúnar Kristinsson tekur við landsliðinu.

Rúnar sem hefur unnið magnað starf með KR um langt skeið er einn þeirra sem er nefndur til sögunnar sem arftaki Arnars Þórs Viðarssonar.

„Rúnar á barn í þessu liði, nennir þú þessari sveitamennsku? Hvað heillar þig? Er Það KR Fótboltinn,“ sagði Hjörvar Hafliðason í nýjasta þætti Dr. Football en Rúnar Alex Rúnarsson, sonur hans ver mark liðsins.

Arnar Þór var rekinn fyrir helgi eftir rúm tvö ár í starfi en nafn Rúnars er það eina sem heyrist af Íslendingum sem gætu komið til greina.

Jóhann Már Helgason sérfræðingur þáttarins var harður á því að Rúnar ætti að taka við. „Hann myndi nota skapalónið sem virkar, hann myndi nota það. Hann myndi spila þann fótbolta sem Lars og Heimir gera, hann veit að það virkar. Vörnin hjá KR, sóknarleikur er vandamálið. Það var talað um fyrir nokkrum árum síðan að hann myndi taka.“

Hjörvar tók þá til máls og sagði að eldri leikmenn myndu líklega hætt að spila fyrir landsliðið ef Rúnar tæki við. Ástæðan kom þó ekki fram.

„Hann á ekkert inni hjá strákunum em eru í hópnum, ekki neitt. Þessum eldri, við erum of miklir sveitamenn til að ráða íslenskan þjálfara. Freyr Alexandersson getur komið inn því hann getur ekki valið Hansa Bjarna inn,“ sagði Hjörvar.

„Mér fannst heiðarlegt af Vöndu að hún sagði í viðtalinu að hún væri clueless um hver yrði næsti þjálfari.“

„Við getum kysst marga af okkar bestu leikmönnum bless, ef Rúnar tekur við. Eldri leikmenn muni ekki gefa kost á sér,“ sagði Dr. Football.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Breyting sem gefur Íslandi von um að komast á HM í fyrsta sinn

Breyting sem gefur Íslandi von um að komast á HM í fyrsta sinn
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Íslendingar á ferð og flugi – Sævar til Noregs og Logi líklega til Tyrklands á 130 kúlur

Íslendingar á ferð og flugi – Sævar til Noregs og Logi líklega til Tyrklands á 130 kúlur
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Brjálaður á Bernabeu og vill burt – Pirraður á komu Bellingham og Mbappe

Brjálaður á Bernabeu og vill burt – Pirraður á komu Bellingham og Mbappe
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Ekki neinn fögnuður en leikmenn United fá grillveislu ef þeir vinna úrslitaleikinn

Ekki neinn fögnuður en leikmenn United fá grillveislu ef þeir vinna úrslitaleikinn
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Bonnie Blue braut af sér um helgina

Bonnie Blue braut af sér um helgina
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Þetta er upphæðin sem Real Madrid ætlar að bjóða Liverpool til að fá Trent með á HM

Þetta er upphæðin sem Real Madrid ætlar að bjóða Liverpool til að fá Trent með á HM
433Sport
Í gær

Chelsea hafnaði tilboði frá Arsenal í markvörð félagsins

Chelsea hafnaði tilboði frá Arsenal í markvörð félagsins
433Sport
Í gær

Skellir fram mjög óvæntu nafni sem hann vill sjá í næsta landsliðshópi Arnars – „Þú skalt segja mér þá hverjir eru að gera betur“

Skellir fram mjög óvæntu nafni sem hann vill sjá í næsta landsliðshópi Arnars – „Þú skalt segja mér þá hverjir eru að gera betur“