fbpx
Miðvikudagur 14.maí 2025
433Sport

Bræðurnir voru að fara út fyrir kassann og það reyndi á þá – „Fyrir mig var þetta bara ein taka“

Hörður Snævar Jónsson
Mánudaginn 3. apríl 2023 09:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Heimir Guðjónsson er komin heim í Kaplakrika og mun stýra FH í annað sinn á ferlinum, stuðningsmenn FH eru spenntir fyrir að sjá þennan farsæla þjálfara reyna að rétta við skipið en FH var nálægt því að falla úr Bestu deildinni á síðustu leiktíð. „Markmiðið er efri hlutinn, maður þarf að setja sér markmið og fyrsta markmiðið okkar er að koma okkur í efri hlutann. Við gerum okkur samt sem áður grein fyrir því að við erum með lið í mótun. Við erum að smíða saman gott lið sem getur verið samkeppnishæft og við verðum að gefa því tíma,“ segir Heimir um stöðu mála við 433.is.

Hann er ánægður með hvernig tekist hefur til í undirbúningi fyrir mótið og segir enga leikmenn væntanlega í FH. „Við erum sáttir með veturinn, undirbúningstímabilin eru samt þannig að stundum eru góð úrslit og slæm úrslit eins og gegn ÍBV þar sem við fáum á okkur fimm mörk. Við þurfum að finna góðan stöðugleika í leik liðsins í sumar.“

Eins og staðan er í dag erum við ánægðir með leikmannahópinn, menn hafa æft vel og verið duglegir. Dagarnir fyrir mót fara í það leggja lokahönd á þetta til að vera klárir í fyrsta leik gegn Fram.“

Heimir segist vera komin með það á hreint hvernig byrjunarlið FH lítur út í upphafi móts. „Við erum komnir með það nokkuð á hreint hvernig við viljum byrja mótið.“

Heimir fór með stórleik í auglýsingu fyrir mótið þar sem bræðurnir Viðar Halldórsson og Jón Rúnar Halldórsson léku með honum. „Þetta var bara gaman, skemmtileg auglýsing og flott framtak. Fyrir mig var þetta bara ein taka, þeir voru að fara út fyrir kassann og þetta reyndi á bræðurna. Á endanum stóðu þeir sig vel,“ segir Heimir léttur.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Breyting sem gefur Íslandi von um að komast á HM í fyrsta sinn

Breyting sem gefur Íslandi von um að komast á HM í fyrsta sinn
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Íslendingar á ferð og flugi – Sævar til Noregs og Logi líklega til Tyrklands á 130 kúlur

Íslendingar á ferð og flugi – Sævar til Noregs og Logi líklega til Tyrklands á 130 kúlur
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Brjálaður á Bernabeu og vill burt – Pirraður á komu Bellingham og Mbappe

Brjálaður á Bernabeu og vill burt – Pirraður á komu Bellingham og Mbappe
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Ekki neinn fögnuður en leikmenn United fá grillveislu ef þeir vinna úrslitaleikinn

Ekki neinn fögnuður en leikmenn United fá grillveislu ef þeir vinna úrslitaleikinn
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Bonnie Blue braut af sér um helgina

Bonnie Blue braut af sér um helgina
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Þetta er upphæðin sem Real Madrid ætlar að bjóða Liverpool til að fá Trent með á HM

Þetta er upphæðin sem Real Madrid ætlar að bjóða Liverpool til að fá Trent með á HM
433Sport
Í gær

Chelsea hafnaði tilboði frá Arsenal í markvörð félagsins

Chelsea hafnaði tilboði frá Arsenal í markvörð félagsins
433Sport
Í gær

Skellir fram mjög óvæntu nafni sem hann vill sjá í næsta landsliðshópi Arnars – „Þú skalt segja mér þá hverjir eru að gera betur“

Skellir fram mjög óvæntu nafni sem hann vill sjá í næsta landsliðshópi Arnars – „Þú skalt segja mér þá hverjir eru að gera betur“