fbpx
Sunnudagur 19.október 2025
433Sport

Salah reiður út í sjálfan sig eftir úrslitaleikinn 2019 – ,,Ætla ekki að ljúga að ykkur“

Victor Pálsson
Laugardaginn 11. mars 2023 12:00

Son og Salah voru markahæstir í fyrra.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Mohamed Salah, leikmaður Liverpool, var reiður út í sjálfan sig eftir mark sem hann skoraði í úrslitaleik Meistaradeildarinnar gegn Tottenham árið 2019.

Salah skoraði snemma leiks úr vítaspyrnu en hann hafði æft vítaspyrnur alla vikuna og var búinn að ákveða í hvaða horn hann ætti að skjóta.

Spyrna Salah fór í netið í sigrinum en Hugo Lloris, í marki Tottenham, hefði í raun átt að gera betur.

Salah hefur hugsað um þetta augnablik margoft en hann ætlaði að setja boltann í annað horn en raun bar vitni.

,,Ég ætla ekki að ljúga að ykkur, ég skipti um skoðun á síðustu stundu,“ sagði Salah.

,,Ég hafði æft alla vikuna að skjóta í hitt hornið en þegar ég hljóp að boltanum breytti ég um skoðun því ég hafði skorað of oft í það horn.“

,,Ég var svo reiður því ég á ekki að skipta um skoðun í leik sem skiptir svo miklu máli.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 2 dögum

Hefja viðræður um nýjan samning en óvíst hvernig það mun ganga

Hefja viðræður um nýjan samning en óvíst hvernig það mun ganga
433Sport
Fyrir 2 dögum

Segir ógeðslegt hvernig komið er fram við einn besta félaga Putin

Segir ógeðslegt hvernig komið er fram við einn besta félaga Putin
433Sport
Fyrir 2 dögum

Fyrrum umboðsmaður unnustu Sancho hjólar í parið – „Þetta er allt þér að kenna“

Fyrrum umboðsmaður unnustu Sancho hjólar í parið – „Þetta er allt þér að kenna“
433Sport
Fyrir 2 dögum

Gagnrýna Arnar Gunnlaugs og segja hann í mótsögn við sjálfan sig – „Þá má ekki gagnrýna“

Gagnrýna Arnar Gunnlaugs og segja hann í mótsögn við sjálfan sig – „Þá má ekki gagnrýna“