Newcastle hefur staðfest komu sóknarmannsins Anthony Gordon sem var áður á mála hjá Everton.
Newcastle er talið borga 40 milljónir punda fyrir Gordon og skrifar hann undir langtímasamning.
Gordon var eftirsóttur síðasta sumar er Chelsea reyndi að næla í hann en þá án árangurs.
Gordon reyndi allt til að komast burt frá Everton í þessum mánuðu og skrópaði til að mynda á æfingar.
Um er að ræða 22 ára gamlan leikmann sem þykir mikið efni og verður spennandi að sjá hann á St. James’ Park.