Romeo Beckham, sonur David Beckham, sýndi skemmtileg tilþrif í vikunni og minnti á föður sinn.
Romeo skoraði frábært aukaspyrnumark er hann vann með YouTube rásinni Pro: Direct Soccer og minnti á pabba.
David var þekktur fyrir stórkostlegar aukaspyrnur sem og sendingar á sínum ferli en hann lék með liðum eins og Manchester United og Real Madrid.
Romeo er 20 ára gamall en hann er hluti af varaliði Brentford eftir dvöl hjá Inter Miami í Bandaríkjunum.
Hér má sjá klippuna sem hefur vakið töluverða athygli.
The dip on that 🎯 It’s Romeo Beckham vs @chrismd10 in the Pro vs Pro:Direct challenge with @pumafootball ⚔️
Full video on our YouTube now: Pro:Direct Soccer 🎥 https://t.co/I9aSEHCFUb pic.twitter.com/OTPUWTCZmN
— Pro:Direct Soccer (@ProD_Soccer) January 27, 2023