Leandro Trossard hefur neitað því að Chelsea hafi haft samband við hann um að ganga í raðir félagsins í janúar.
Trossard hefur verið orðaður við Chelsea en hann leikur með Brighton og vann með Graham Potter, stjóra Chelsea, áður en sá síðarnefndi hélt til London.
Belginn undirbýr sig nú fyrir keppni á HM og hefur ekkert heyrt frá enska stíórliðinu varðandi félagaskipti.
,,Chelsea hefur alls ekki haft samband við mig hingað til. Ég vil enda vel með Brighton og halda til Katar á góðum nótum,“ sagði Trossard.
,,Varðandi framtíðina þá verð ég að bíða þar til eftir HM. Það er erfitt að svara þessu. Ég er ekki að hugsa um það í dag.“
,,Brighton og HM eru það sem ég hugsa um og eftir það þá getum við skoðað hvað tekur við.“