Arsenal gerði sitt fyrsta jafntefli í ensku úrvalsdeildinni á tímabilinu í gær er liðið mætti Southampton á útivelli.
Granit Xhaka kom Arsenal yfir í þessum leik en Stuart Armstrong sá um að tryggja heimaliðinu stig.
Arsenal er enn á toppnum með 28 stig en er nú aðeins tveimur stigum á undan Manchester City sem er í öðru sætinu.
Það vakti nokkra furðu í leiknum hvernig dómar féllu en Rob Jones var á flautunni og sá um að hafa stjórn.
Ekki eru stuðningsmenn Arsenal ánægðir með störf Jones og tóku saman nokkra dómara frá leiknum í gær. Margir eru gjörsamlega brjálaðir yfir þessu.
Wouldn’t have him on a Sunday league! Embarrassingly bad or corrupt! pic.twitter.com/gOnLGBZFYC
— stew1313stew 🎗 (@CrouchHillN4) October 23, 2022