fbpx
Fimmtudagur 24.júlí 2025
433Sport

Mikil reiði í Ísrael vegna færslu tveggja leikmanna – Þurftu að eyða myndinni um leið

433
Sunnudaginn 28. ágúst 2022 18:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Stuðningsmenn Maccabi Haifa í Ísrael urðu brjálaðir í gær eftir Instagram færslu frá tveimur leikmönnum liðsins.

Maccabi Haifa mun spila við Paris Saint-Germain í Meistaradeildinni í vetur en sú keppni hefst þann 6. september næstkomandi.

Í færslu gærdagsins sáust tveir leikmenn liðsins biðla til Lionel Messi og Neymar þar sem þeir báðu fyrirfram um að fá treyjur stjarnanna.

Þessi hegðun þykir vera til skammar að margra mati en eins og flestir vita eru Neymar og Messi miklar stórstjörnur og hafa lengi verið á meðal bestu leikmanna heims.

Enginn býst við miklu af Maccabi Haifa sem spilar við PSG, Juventus og Benfica í riðlakeppninni.

,,Treyjurnar til okkar, geriði það!“ skrifuðu leikmenn Maccabi Haifa á Instagram áður en færslunni var eytt vegna áreitis.

Stuðningsmenn meta það þannig að leikmennirnir séu nú þegar búnir að gefast upp og vilja aðeins nýta tækifærið í að hitta fyrirmyndir sínar á vellinum.

Mynd af færslunni má sjá hér.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

De Bruyne byrjar ekki vel á Ítalíu

De Bruyne byrjar ekki vel á Ítalíu
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Selja ársmiða fyrir um 500 þúsund krónur – Ekkert lið kemst nálægt toppsætinu

Selja ársmiða fyrir um 500 þúsund krónur – Ekkert lið kemst nálægt toppsætinu
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Lögreglan varð 35 ára plötusnúð að bana

Lögreglan varð 35 ára plötusnúð að bana
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Yfirgefur æfingabúðir félagsins sem ýtir sterklega undir brottför

Yfirgefur æfingabúðir félagsins sem ýtir sterklega undir brottför
433Sport
Í gær

Annað ‘Here we go’ komið frá Romano

Annað ‘Here we go’ komið frá Romano
433Sport
Í gær

Ótrúlega metnaðarfullir fyrir komandi tímabil – Nú orðaðir við einn besta markvörð heims

Ótrúlega metnaðarfullir fyrir komandi tímabil – Nú orðaðir við einn besta markvörð heims
433Sport
Í gær

Rafinha leggur skóna á hilluna

Rafinha leggur skóna á hilluna
433Sport
Í gær

Mourinho sagður vera að fá nóg í starfinu – Fær ekkert sem hann vill

Mourinho sagður vera að fá nóg í starfinu – Fær ekkert sem hann vill
433Sport
Í gær

Mikið fjallað um kærasta Sveindísar í fjölmiðlum

Mikið fjallað um kærasta Sveindísar í fjölmiðlum