Lögreglan í Frakklandi rannsakar nú grafalvarlegt mál tengt knattspyrnustjörnunni heimsfrægu, Paul Pogba.
Frá þessu er greint í dag en Pogba er franskur landsliðsmaður og leikur með Juventus en áður Manchester United.
Talið er að glæpagengi í Frakklandi hafi reynt að kúga fé út úr Pogba og heimtuðu frá honum 13 milljónir evra.
Það á Pogba að hafa tjáð lögreglu í Frakklandi og tekur hann einnig fram að hann hafi verið læstur inni af mönnunum sem voru grímuklæddir.
Mathias Pogba, bróðir Paul, er talinn vera hluti af málinu og á að hafa reynt að kúga fé úr bróður sínum.
Mathias hefur ekki átt eins farsælan feril og bróðir sinn og lék síðast í fjórðu deildinni í Frakklandi.
Lögreglan í Frakklandi er nú með málið í sínum höndum og má búast við frekar upplýsingum á næstu dögum.