Chelsea mun gera mikið til að losna við miðjumanninn Ross Barkley í sumar samvkæmt enskum miðlum.
Barkley hefur það þægilegt í London þessa dagana en hann fær ekkert að spila og þénar um 200 þúsund pund á viku.
Chelsea vill losna við þennan fyrrum landsliðsmann Englands af launaskrá og er tilbúið að borga honum háa upphæð svo það gangi í gegn.
Barkley á enn ár eftir af samningi sínum við Chelsea en ljóst er að hann á enga framtíð fyrir sér hjá félaginu.
Chelsea mun bjóða Barkley háa upphæð svo hann samþykki að rifta samningnum og geti samið við annað félag á frjálsri sölu.