fbpx
Sunnudagur 03.ágúst 2025
433Sport

Bournemouth tapaði mikilvægum stigum gegn Southampton

Máni Snær Þorláksson
Sunnudaginn 19. júlí 2020 15:05

Edie Howe.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bournemouth tók á móti Southampton á heimavelli sínum í dag. Fyrir leikinn var það ljóst að Bournemouth þyrfti virkilega að fá stig út úr leiknum til að eiga möguleika á því að komast úr í fallsæti.

Það var því eflaust ekki skemmtilegt fyrir Bournemouth aðdáendur þegar Danny Ings setti boltann í netið þeirra og kom Southampton yfir skömmu fyrir hlé. Um miðjan seinni hálfleik fékk Southampton síðan víti og leit allt út fyrir að draumar Bournemouth um að halda sér uppi væru að hverfa. Danny Ings fór á punktinn en klúðraði vítinu og gaf um leið Bournemouth eitthvað til að trúa á.

En Bournemouth náði ekki að skora hvað sem þeir reyndu, þeir fækkuðu í vörn og reyndu að sækja meira fram en það gekk brösulega. Bournemouth náði að skora á lokamínútum leiksins en Callum Wilson var dæmdur rangstæður með VAR-tækninni. Að lokum skoraði Southampton mark í uppbótartíma og vann leikinn 2-0.

Með þessu tapi er það orðið nánast ómögulegt fyrir Bournemouth að komast hjá falli. Liðið situr í næst neðsta sæti deildarinnar en öll hin liðin í botnbaráttunni eiga  leik til góða. Það þarf allt að ganga upp til að Bournemouth falli ekki og er það afar ólíkleg niðurstaða.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Wrexham fær gríðarlegan liðsstyrk fyrir komandi tímabil

Wrexham fær gríðarlegan liðsstyrk fyrir komandi tímabil
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

,,Væri frábært að sjá hann þjálfa Arsenal einn daginn“

,,Væri frábært að sjá hann þjálfa Arsenal einn daginn“
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Fjarlægði merkið á Instagram og ýtir sterklega undir sögusagnirnar

Fjarlægði merkið á Instagram og ýtir sterklega undir sögusagnirnar
433Sport
Í gær

Brynjólfur orðaður við Genoa

Brynjólfur orðaður við Genoa
433Sport
Í gær

,,Vill einhver tala við mig?“

,,Vill einhver tala við mig?“
433Sport
Í gær

Tók stóra skrefið aðeins 33 ára gamall – ,,Já, ég fór aðeins of snemma“

Tók stóra skrefið aðeins 33 ára gamall – ,,Já, ég fór aðeins of snemma“