Ante Rebic, leikmaður AC Milan, gerði heldur slæm mistök í kvöld gegn Juventus í ítalska bikarnum.
Um er að ræða seinni leik liðanna í undanúrslitum en fyrri leiknum lauk með 1-1 jafntefli á San Siro.
Eftir 17 mínútur í kvöld fékk Rebic að líta beint rautt spjald fyrir gróft brot á Danilo, leikmanni Juventus.
Rebic fór með takkana í bringu Danilo og fékk að launum verðskuldað rautt spjald.
Þetta má sjá hér.
Rebic sees straight Red, come on bro..#Dalmatinac 🤦♂️ pic.twitter.com/gSrn1ywz4W
— Matija Fištrović (@Matija3Fis) June 12, 2020