Manchester United mun ekki geta treyst á þá Alexis Sanchez og Chris Smalling þegar enska deildin fer aftur af stað.
Frá þessu er greint í dag en báðir leikmennirnir eru á láni á Ítalíu hjá Inter og Roma.
Lánssamningurinn rennur út í lok júní en þeir verða hins vegar ekki nothæfir á Englandi.
Enska deildin hefst þann 17. júní næstkomandi og eru svo leikir nánast á hverjum einasta dagi.
Smalling hefur staðið sig mjög vel hjá Roma og gæti verið keyptur í sumar. Sanchez hefur þá verið í basli á San Siro.