Mario Pasalic er loksins að kveðja Chelsea eftir sex misheppnuð ár á Stamford Bridge.
Pasalic kom til Chelsea frá Hajduk Split árið 2014 en hann var þá aðeins 19 ára gamall.
Sex árum seinna hefur Pasalic enn ekki spilað leik fyrir Chelsea og hefur aldrei fengið tækifæri.
Króatinn hefur undanfarin tvö ár spilað með Atalanta á láni og verður seldur þangað í sumar.
Pasalic mun kosta Atalanta 13 milljónir punda en hann hefur skorað 15 mörk í 74 leikjum á Ítalíu.