fbpx
Þriðjudagur 12.ágúst 2025
433Sport

Segir að gullkista hafi beðið eftir Veigari þegar hann fór yfir hraunið

Hörður Snævar Jónsson
Fimmtudaginn 4. júní 2020 12:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Veigar Páll Gunnarsson fékk samning lífs síns þegar hann ákvað að fara frá Stjörnunni og ganga í raðir FH fyrir tímabilið 2017. Þetta kemur fram í hlaðvarpsþætti Hjörvars Hafliðasonar þar sem hann ræðir við Rúnar Pál Sigmundsson þjálfara Stjörnunnar.

Rúnar hefur lengi verið við stýrið í Garðabæ, liðið varð Íslandsmeistari árið 2014 og bikarmeistari árið 2018 undir hans stjórn. Rúnar hefur þurft að taka margar erfiðar ákvarðanir og ein af þeim var að losa sig við Veigar Pál.

„Veigar Páll. Átti hann mikið eftir? Nei. Hann fór í FH og fékk samning lífs síns þar á þessum aldri,“ sagði Rúnar Páll um þá ákvörðun að láta Veigar fara. Ákvörðunin þótti umdeild enda Veigar einn dáðasti sonur Garðabæjar í fótboltanum. Skrefið yfir hraunið á milli Garðabæjar og Hafnarfjarðar var því eðlilegt fyrir alla aðila að mati Rúnars.

„Þetta var komið fínt hjá honum og hann stóð sig vel fyrir okkur. Ég var algjörlega heiðarlegur við bæði Garðar og Veigar. Við töluðum íslensku og ekkert vesen og síðan fær Veigar mjög góðan samning hjá FH. Frábært hjá honum en hann fer svo í Víking og það fjaraði svo út. Var það rétt ákvörðun hjá mér? Já, ég vil meina það.“

Veigar lék hálft tímabil með FH áður en hann var lánaður til Víkings og lagði svo skóna á hilluna.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Fékk óvænt símtal frá fyrrum leikmanni erkifjendanna: ,,Ég sagði að þetta væri sofandi risi“

Fékk óvænt símtal frá fyrrum leikmanni erkifjendanna: ,,Ég sagði að þetta væri sofandi risi“
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Amorim fékk óþægilega spurningu og fór að hlæja

Amorim fékk óþægilega spurningu og fór að hlæja
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Sýndu óásættanlega óvirðingu í leiknum í gær – Bauluðu þegar minning Jota var heiðruð

Sýndu óásættanlega óvirðingu í leiknum í gær – Bauluðu þegar minning Jota var heiðruð
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Fengu aðrar slæmar fréttir fyrir tímabilið – Annar miðvörður meiddur

Fengu aðrar slæmar fréttir fyrir tímabilið – Annar miðvörður meiddur
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Rashford mistókst að skora fyrir opnu marki

Rashford mistókst að skora fyrir opnu marki
433Sport
Í gær

Berbatov spenntur fyrir Sesko en vill ekki missa sig

Berbatov spenntur fyrir Sesko en vill ekki missa sig
433Sport
Í gær

Sá strax eftir ummælunum í nýjasta viðtalinu: ,,Getum klippt þetta út“

Sá strax eftir ummælunum í nýjasta viðtalinu: ,,Getum klippt þetta út“
433Sport
Í gær

Besta deildin: Dramatískur sigur Vestra

Besta deildin: Dramatískur sigur Vestra
433Sport
Í gær

Niðurlægði leikmennina fyrir framan allar myndavélarnar

Niðurlægði leikmennina fyrir framan allar myndavélarnar