fbpx
Þriðjudagur 12.ágúst 2025
433Sport

Rúrik getur ekki tjáð sig: „Málið er hjá lögfræðingum“

Hörður Snævar Jónsson
Þriðjudaginn 2. júní 2020 15:00

© 365 ehf / Eyþór Rúrik Gíslason

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Rúrik Gíslason leikmaður Sandhausen má hvorki mæta til vinnu né tjá sig um ástæðu þess. Frá þessu sagði Hjörvar Hafliðason í Dr. Football í dag.

Rúrik hefur ekki spilað með Sandhausen eftir að deildin fór af stað á nýjan leik og má ekki mæta til æfinga.

Málið snýst um launamál og lækkun á þeim vegna kórónuveirunnar en samkvæmt heimildum 433.is voru laun Rúriks lækkuð án þess að ræða það við hann, um það snúast deildur hans og félagsins.

,,Rúrik Gíslason heldur áfram að vera í stúkunni, honum er ekki heimilt að æfa með liðinu. Hann má heldur ekki tjá sig, málið er hjá lögfræðingum,“
sagði Hjörvar í þætti dagsins.

Rúrik er 32 ára gamall en hann hefur leikið erlendis frá árinu 2005. Hann er samningslaus hjá Sandhausen í sumar og ljóst má vera að hann fer í nýtt félag.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Besta deildin: KR kom til baka og vann – Heimir sá rautt í sigri FH

Besta deildin: KR kom til baka og vann – Heimir sá rautt í sigri FH
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Maresca stefnir á titilinn í vetur

Maresca stefnir á titilinn í vetur
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Fótboltabullur Bröndby veittust að heimili Kjartans Henrys – „Menn með tattú í andlitinu, öskrandi og bankandi á rúður“

Fótboltabullur Bröndby veittust að heimili Kjartans Henrys – „Menn með tattú í andlitinu, öskrandi og bankandi á rúður“
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Gætu þurft að selja fimm stjörnur fyrir lok gluggans

Gætu þurft að selja fimm stjörnur fyrir lok gluggans
433Sport
Í gær

Sjáðu markið sem margir eru að tala um – Skot eða sending?

Sjáðu markið sem margir eru að tala um – Skot eða sending?
433Sport
Í gær

Fengu aðrar slæmar fréttir fyrir tímabilið – Annar miðvörður meiddur

Fengu aðrar slæmar fréttir fyrir tímabilið – Annar miðvörður meiddur